Tollar af 1933 vörunúmerum afnumdir

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Ernir

Tollar af 1933 vörunúmerum verða afnumdir á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. janúar 2017, samkvæmt frétt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Stefnt er að afnámi tolla á fatnað og skó 1. janúar 2016, líkt og fram hefur komið í Morgunblaðinu og afnám annarra tolla, en tolla á matvöru, komi til framkvæmda 1. janúar 2017, eins og Bjarni Benediktsson greindi frá hér í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Almenn vörugjöld höfðu áður verið afnumin um síðustu áramót.

Í frétt fjármálaráðuneytisins segir m.a. orðrétt: „Hinn 17. mars 2015 skipaði fjármála- og efnahagsráðherra þriggja manna starfshóp um endurskoðun tollskrár. Starfshópurinn skilaði til ráðherra skilagrein þann 15. maí sl. Í skilagreininni kemur fram að gjaldfærðar tekjur ríkissjóðs af tollum námu á árinu 2014 um 5,7 milljörðum króna. Hlutfall matvöru var 34,2%, hlutfall fatnaðar 31,5% og hlutfall annarra vara var 34,3%.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert