14 fuglahræður við þjóðveginn

Tröllskessan Kvörn er glæsileg við þjóðveginn.
Tröllskessan Kvörn er glæsileg við þjóðveginn. Af heimasíðu Eyjafjarðarsveitar

14 fuglahræður hafa komið sér fyrir í Eyjafjarðarsveit en þær eru settar upp til þess að gleðja gesti sveitarinnar í aðdraganda Handverkshátíðarinnar sem fram fer dagana 6.-9. ágúst.

Í ár hafa íbúar sveitarinnar útbúið fuglahræður og komið þeim fyrir nálægt þjóveginum. Samkvæmt frétt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar eru fuglahræðurnar fjölbreyttar. Til að mynda má sjá litla fjölskyldu sem nýtur veðursins og grillar, ein er við björgunarstörf klædd búningi Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Eyjafjarðarsveit, síðan eru virðulegir bændur, suðræn og seiðandi dama, og meira að segja Grýla með óþæg börn í poka og tröllskessan Kvörn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert