Með Hafnarlestinni um Reykjavíkurhöfn

Hafnarlestin fór í sína fyrstu ferð í gær um Reykjavíkurhöfn og hefur verið í ferðum um höfnina um helgina með almenning. Hver ferð tekur um hálftíma en ekið er frá Ægisgarði, að Hvalasafninu úti á Granda og til baka.

„Tilvalið er fyrir fjölskyldufólk að skella sér í ferð og njóta þess sem hafnarsvæðið hefur upp á að bjóða en umhverfi hafnarinnar hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarin misseri, fjöldi veitingastaða og iðandi mannlíf er á svæðinu. Lestin tekur um 50 manns í sæti, hún ekur hægt um og hentar fólki á öllum aldri,“ segir í tilkynningu.

Fargjald fyrir fullorðna er 1.200 kr. en um helgina er frítt fyrir börn að 10 ára aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert