Skoða hvali á rafknúnu skipi

Raf­knúið hvala­skoðun­ar­skip fór í sína fyrstu ferð við Ísland í dag en um er að ræða segl­skipið Ópal í eigu Norður­sigl­ing­ar á Húsa­vík. Meðal gesta í ferðinni var Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra. Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu að um sé að ræða fyrsta skipti sem sú tækni sem notuð er í Ópal er nýtt um borð í skipi. Gert er ráð fyr­ir að skipið fari í leiðang­ur til aust­ur­strand­ar Græn­lands í fram­haldi af ferðinni í dag um Skjálf­anda.

„Nýr skrúfu­búnaður sem þróaður hef­ur verið sér­stak­lega fyr­ir Ópal hef­ur þá sér­stöðu að hægt er að hlaða raf­geyma skips­ins und­ir segl­um. Að jafnaði verða raf­geym­arn­ir hlaðnir þegar skipið kem­ur til hafn­ar með um­hverf­i­s­vænni orku af orku­kerfi lands­ins. Í hvala­skoðun­ar­ferðum mun raf­mótor­inn knýja  skrúfu­búnaðinn en þegar skipið sigl­ir fyr­ir segl­um er hægt að breyta skurði skrúfu­blaðanna og nýta búnaðinn til að hlaða raf­magni inn á geyma skips­ins,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka