Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á síðasta fundi sínum nú fyrir helgi að breyta stefnu sinni um hæðir húsa á svokölluðum Barónsreit.
Var litið svo á að um óverulega breytingu á aðalskipulagi væri að ræða og því væri ekki þörf á að auglýsa tillöguna og kynna hana íbúum og hagsmunaaðilum.
Á sama fundi var lögð til breyting á deiliskipulagi á svæðinu. Í tillögunni felst víðtæk breyting á vesturhluta reitsins að undanskilinni lóðinni Hverfisgötu 83, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.