311 starfsmenn hafa sagt upp störfum

Hér má sjá stöðuna eftir gærdaginn.
Hér má sjá stöðuna eftir gærdaginn. mbl/

311 starfsmenn Landspítalans hafa sagt upp störfum síðustu vikur, þar af 258 hjúkrunarfræðingar. Flestir hafa sagt upp á aðgerðarsviði sjúkrahússins eða 86. Fæstar uppsagnir hafa verið á geðsviði eða tólf talsins. 62 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á lyflækningasviði og 46 á skurðlækningasviði. Þar að auki hafa 25 geislafræðingar sagt upp störfum og 26 lífeindafræðingar. Einnig hafa tvær ljóðsmæður á kvenna- og barnasviði sagt upp.

Fimm hafa dregið uppsagnir sínar til baka samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu.

Uppsagnir á sjúkrahúsinu fóru að berast í auknum mæli eftir að lög voru sett á verkföll hjúkrunarfræðingar og félagsmanna BHM laugardaginn 13.júní. Til að mynda bárust 42 uppsagnir hjúkrunarfræðinga næsta virka dag, 15.júní og hafa þær aukist töluvert síðan. Í þeirri viku bættist rækilega í hópinn en 22. júní höfðu 198 starfsmenn Landspítalans sagt upp störfum, þar af 167 hjúkrunarfræðingar. Aðeins fjórum dögum síðar voru uppsagnir starfsmanna orðnar 229 talsins en af þeim voru 196 hjúkrunarfræðingar. Um mánaðamótin bættist nokkuð í hóp uppsagna en 2. júlí höfðu  299 starfsmenn sagt upp störfum, þar af 258 hjúkrunarfræðingar.  

Nú lítur út fyrir að það hafi hægst þó nokkuð á uppsögnunum. 8.júlí voru þær orðnar 307 talsins, þar af voru 255 uppsagnir hjúkrunarfræðinga. Í gær, 13. júlí höfðu 311 sagt upp störfum, þar af 258 hjúkrunarfræðingar.

Kosningu um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga við ríkið lýkur á hádegi á morgun. Í samtali við mbl.is í morgun sagði Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, að hljóðið væri þungt í fólki. „Fólkið vill sjá leiðrétt­ingu á kyn­bundn­um launamun og að hjúkr­un­ar­starf sé sam­keppn­is­hæft miðað við önn­ur störf menntaðra og það næst ekki með þess­um samn­ing­um, fólk er ekki sátt við það,“ sagði Ólaf­ur í morgun og bæt­ti við að það séu blendn­ar til­finn­ing­ar í stétt­inni al­mennt. „Mjög marg­ir eru frek­ar nei­kvæðir, það eru ein­hverj­ir já­kvæðir en stór hluti er tví­stíg­andi.“

Ef samningurinn er felldur á morgun er líklegt að ríkið skipi gerðardóm sem er þá gert að ákveða kaup og kjör hjúkrunarfræðinga. Gerðardómur í máli íslenska ríkisins og BHM var skipaður 1.júlí og hefur hann til 15. ágúst að ákveða kjör félagsmanna. 

Svona var staðan 8.júlí.
Svona var staðan 8.júlí. mbl.is/
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert