Semja um tollaívilnanir á mat við ESB

Reynt hefur verið um árabil að semja um tollaívilnanir á …
Reynt hefur verið um árabil að semja um tollaívilnanir á mat við ESB.

Viðræður hafa með hléum staðið yfir á milli embættismannanefndar landbúnaðar- og utanríkisráðuneytins og samninganefndar Evrópusambandsins, undanfarin misseri og ár, um tollaívilnanir á ákveðna matvöru, eins og skyr, osta, lambakjöt, alifugla- og svínakjöt.

Að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra er stefnt að því að sendinefnd ESB komi hingað til lands í september og reynt verður að ljúka samningum við ESB um gagnkvæmar tollaívilnanir, tollalækkanir og í einhverjum tilfellum niðurfellingu tolla, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert