„Við erum eiginlega skák og mát“

Skíðasvæði Siglfirðinga.
Skíðasvæði Siglfirðinga. mbl.is/Sigurður

Gunn­ar Birg­is­son, bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar, seg­ir bæ­inn hafa reynt að fá fjár­magn til að færa þann hluta skíðasvæðis­ins á Sigluf­irði sem til þessa hef­ur verið rekið á und­anþágu vegna snjóflóðahættu. Ekk­ert hafi gengið í þeim efn­um. „Við höf­um reynt að fá fjár­magn hjá Vega­gerðinni en það hef­ur ekki gengið. Það ligg­ur tvennt í þessu; það þarf að leggja veg upp eft­ir sem kost­ar 130 millj­ón­ir og síðan þarf að færa lyft­urn­ar sem kost­ar 70 millj­ón­ir, þannig að sam­tals eru þetta 200 millj­ón­ir,“ seg­ir Gunn­ar við mbl.is.

Okk­ur var bent á að Of­an­flóðasjóður gæti fjár­magnað fram­kvæmd­irn­ar en þeir höfnuðu þessu. Okk­ar rök hafa verið að manna­bú­staðir og frí­stunda­byggð séu part­ur af byggðinni. Allt í einu komu tveir menn frá Veður­stof­unni og dæmdu gamla skíðasvæðið hættu­svæði. Við erum eig­in­lega skák og mát í mál­inu.

Gunn­ar seg­ir for­dæmi fyr­ir því að Of­an­slóðasjóður styrki bæj­ar­fé­lög í svipuðum aðstæðum. „Við telj­um að sjóður­inn hafi fjár­magnað end­ur­bygg­ingu skíðamann­virka á Ísaf­irði þegar snjóflóð féll þar.“ Bæj­ar­fé­lög­in standi ekki ein und­ir slík­um kostnaði. 

„Við erum á und­anþágu núna þannig að það er ljóst að þeir geta lokað þessu hvenær sem er. Við vit­um ekk­ert hverju get­ur verið lokað en menn loka því sem þeir telja hættu­legt. Kannski loka þeir öllu sam­an.

Gunn­ari finnst þetta mikið áhyggju­efni fyr­ir Fjalla­byggð. „Þess vegna bókuðum við þetta. Við höf­um reynt að tala við þá sem hafa fjár­magnið en verður ekk­ert ágengt með það og höf­um því bullandi áhyggj­ur. Við erum að reyna að byggja bæ­inn upp sem ferðamannastað, bæði á sumr­in og vet­urna, eins og hann var. Þetta er því mjög vont mál.“

Skíðasvæðinu á Sigluf­irði lokað?

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert