Barnabörn Armstrongs afhjúpuðu minnisvarða

Barnabörn Armstrongs afhjúpuðu minnisvarðann.
Barnabörn Armstrongs afhjúpuðu minnisvarðann. Mynd/Hafþór Hreiðarsson

Afkomendur Neil Armstrongs, fyrsta mannsins til þess að stíga fæti á tunglið, afhjúpuðu í dag minnisvarða um æfingar Apollo-geimfara á Íslandi fyrir 50 árum síðan.

Nokkur fjöldi manns var viðstaddur athöfnina í örlitlum rigningarúða við Landkönnuðasafnið á Húsavík í kvöld. Viðstaddir voru einnig geimfararnir Rusty Schweickhart og Walter Cunningham sem greindu stuttlega frá dvöl sinni á Íslandi. Þá voru fótspor þeirra mörkuð í steypu líkt og geimfarinn Owen Garriott gerði fyrr á árinu og mbl.is greindi frá.

Í þessari viku voru 50 ár frá því að fyrri hópur Apollo geimfara kom til Íslands fyrir tunglferðaáætlun NASA. Schweickart og Cunningham voru ásamt Armstrong í hópi geimfaraefna sem komu til Íslands og fóru í Öskju í Dyngjufjöllum á árunum 1965 og 1967 til að kynna sér jarðfræði landsins með tunglferð í huga.

Rick Armstrong ásamt börnunum sínum.
Rick Armstrong ásamt börnunum sínum. Mynd/Hafþór Hreiðarsson
Mark Armstrong ásamt sínum börnum.
Mark Armstrong ásamt sínum börnum. Mynd/Hafþór Hreiðarsson
Geimfararnir Rusty Schweickart og Walter Cunningham mörkuðu fótspor sín í …
Geimfararnir Rusty Schweickart og Walter Cunningham mörkuðu fótspor sín í steypu. Mynd/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert