Dæmd fyrir að bíta dóttur sína

BB.is

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í dag konu í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa bitið dóttur sína í upphandlegginn með þeim afleiðingum að blátt bitfar myndaðist.

Konan játaði brot sitt við yfirheyrslu lögreglu. Í dóminum segir að með háttsemi sinni hafi hún brotið gegn barni sínu sem hún hafði forsjá með og ríkar skyldur meðal annars til uppeldis og umönnunar. Var það því henni til refsiþyngingar að hún er móðir barnsins. 

Þá þarf konan einnig að greiða málskostnað, alls tæplega 500 þúsund krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert