Druslur hanga í strætóskýlum

Borgarstjórinn er meðal þeirra sem leggja málstaðnum lið.
Borgarstjórinn er meðal þeirra sem leggja málstaðnum lið. Ljósmynd/ Druslugangan

Eins og marg­ir hafa tekið eft­ir á ferð sinni um höfuðborg­ina í morg­un eru strætó­skýli Reykja­vík­ur nú skreytt stolt­um drusl­um. Vegg­spjöld­un­um er ætlað að minna á Druslu­göng­una 2015 sem fram fer laug­ar­dag­inn 25. júlí en þau prýða þjóðþekkt­ir ein­stak­ling­ar í bland við fólk sem brenn­ur fyr­ir málstaðnum. Á strætó­skýl­un­um eru meðal ann­ars Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri, Magga Stína, tón­list­ar­kona og Alda Villi­ljós, listamaður. Öll pla­köt­in má sjá hér 

Í frétta­til­kynn­ingu frá skipu­leggj­end­um Druslu­göng­unn­ar seg­ir að með þessu vilji þeir hvetja fólk til að mæta í göng­una og taka af­stöðu gegn kyn­ferðisof­beldi. Yf­ir­lýst mark­mið göng­unn­ar er að færa ábyrgð kyn­ferðis­glæpa af þolend­um og yfir á gerend­ur og ít­reka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei af­sök­un fyr­ir slík­um glæp­um. Segja skipu­leggj­end­ur að þátt­tak­end­ur í Druslu­göng­unni séu þversk­urður ís­lensks sam­fé­lags og að all­ir þeir sem sýni í verki sam­stöðu með þolend­um kyn­ferðisof­beld­is séu drusl­ur.

„Því eng­inn, sama hvernig hann klæðir sig eða hegðar ber ábyrgð á of­beldi sem hann verður fyr­ir. Við eig­um okk­ur sjálf og erum að taka orðið úr hönd­um þeirra sem nota það til að or­saka skömm og van­líðan.“

Yfir 3.000 manns hafa boðað þátt­töku sýna í Druslu­göngu árs­ins en skipu­leggj­end­ur von­ast til að met­fjöldi ná­ist með yfir 20 þúsund þátt­tak­end­um.

 „Síðustu vik­ur og mánuði hef­ur ótrú­leg­ur fjöldi ein­stak­linga stigið fram og skilað skömm­inni, í eitt skipti fyr­ir öll. Hver ein­asta mann­eskja sem stend­ur upp og tek­ur af­stöðu breyt­ir sam­fé­lag­inu. Fókus­inn er ekki leng­ur á þolend­ur held­ur er loks­ins búið að beina kast­ljós­inu á gerend­ur. Sú bylt­ing hef­ur hreyft við öllu sam­fé­lag­inu,“ seg­ir í til­kynn­ingu Druslu­göng­unn­ar.

„Þess vegna eru ein­kenn­isorð göng­unn­ar í ár „Ég mun ekki þegja“ og „Ég mun standa með þér“. Með því orðalagi er ein­stak­ling­ur­inn að gefa lof­orð fram í tím­ann sem við telj­um gríðarlega mik­il­vægt. Við í sam­ein­ingu sköp­um sam­fé­lag sem stend­ur upp með þolend­um og ger­ir þeim kleift að segja sína sögu, skamm­ar­laust.“ 

Druslu­gang­an verður geng­in þann 25. Júlí kl. 14:00 frá Hall­gríms­kirkju. Gengið verður í átt að Aust­ur­velli þar sem við taka ræðuhöld og tón­leik­ar. Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Boogie Trou­ble og Mammút munu meðal ann­ars spila og verða kynn­ar og ræðuhald­ar­ar kynnt­ir til leiks þegar nær dreg­ur göngu.

„Við hvetj­um alla til að mæta og ganga fyr­ir breyttu sam­fé­lagi laust við of­beldi og skömm. Taktu af­stöðu – vertu drusla!“

Loks hvetja skipu­leggj­end­ur göng­unn­ar alla til að sýna af­stöðu með því að druslu­væða forsíðumynd­irn­ar sín­ar á Face­book, sem má gera hér.

Ugla Stefanía, fræðslustýra Samtakana 78' prýðir eitt plakatið en á …
Ugla Stef­an­ía, fræðslu­stýra Sam­tak­ana 78' prýðir eitt plakatið en á næst­unni munu Faceb­bok not­end­ur geta sett svipaðan stimp­il á eig­in mynd­ir. Ljós­mynd/​Druslu­gang­an
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert