Druslur landsins sameinast á twitter

Frá göngunni í fyrra.
Frá göngunni í fyrra.

Druslugangan fer fram 25. júlí en tilgangur hennar er að fá fólk til að taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi. Yf­ir­lýst mark­mið göng­unn­ar er að færa ábyrgð kyn­ferðis­glæpa af þolend­um og yfir á gerend­ur og ít­reka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei af­sök­un fyr­ir slík­um glæp­um.

Segja skipu­leggj­end­ur að þátt­tak­end­ur í Druslu­göng­unni séu þversk­urður ís­lensks sam­fé­lags og að all­ir þeir sem sýni í verki sam­stöðu með þolend­um kyn­ferðisof­beld­is séu drusl­ur.

Nú þegar, rúmri viku fyrir göngu, hafa yfir 3.000 manns boðað komu sína í gönguna en skipuleggjendur vonast eftir metfjölda, yfir 20 þúsund þátttakendum.

Fólk tweetaði undir myllumerkinu #égerdrusla á twitter í dag. Hér að neðan má sjá brot af tweetum dagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert