Druslugangan fer fram 25. júlí en tilgangur hennar er að fá fólk til að taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi. Yfirlýst markmið göngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa af þolendum og yfir á gerendur og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum.
Segja skipuleggjendur að þátttakendur í Druslugöngunni séu þverskurður íslensks samfélags og að allir þeir sem sýni í verki samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis séu druslur.
Nú þegar, rúmri viku fyrir göngu, hafa yfir 3.000 manns boðað komu sína í gönguna en skipuleggjendur vonast eftir metfjölda, yfir 20 þúsund þátttakendum.
Fólk tweetaði undir myllumerkinu #égerdrusla á twitter í dag. Hér að neðan má sjá brot af tweetum dagsins.
Elska nýju drusluplakötin. Frábær leið til að sýna að Druslugangan á erindi við okkur öll óháð kyni, aldri eða þjóðfélagsstöðu. #égerdrusla
— Klara (@Klodinz) July 15, 2015
#égerdrusla og það er ekkert sem þú getur gert í því
— Þrándur@Götu (@TrandurJ) July 15, 2015
#égerdrusla og við aðrar druslur segi ég: Valið er og á alltaf að vera ykkar. Ekki láta samfélagsgerðina svipta ykkur því. Fokk feðraveldið!
— Gísli Garðars (@gisligardars) July 15, 2015
Ég er Frú drusla #égerdrusla #druslugangan
— Frú Lauga (@frulauga) July 15, 2015
Druslur sameinist🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽 #égerDrusla
— $tella Briem (@StellaBriem) July 15, 2015
NEI þýðir EKKI sannfærðu mig!!!!! #egerdrusla
— Inga María (@ingamaria97) July 15, 2015
#égerdrusla því það skiptir ekki máli hvernig ég klæði mig eða hegða mér - EKKERT gefur NEINUM rétt á að nauðga mér
— Ingileif Fridriks (@ingileiff) July 15, 2015
Ég neita að skammast mín lengur, ég gerði ekkert rangt. #druslugangan #egerdrusla #þöggun #konurtala pic.twitter.com/d1Svp4Rzlk
— Adda Þ. Smáradóttir (@addathsmara) July 15, 2015