Óvissa með Blöndu-samþykktina

Fyrirhugað álver á Hafursstöðum í Skagabyggð.
Fyrirhugað álver á Hafursstöðum í Skagabyggð.

Óvíst er hvort rík­is­stjórn Gunn­ars Thorodd­sen árið 1982 hafi samþykkt að sú orka sem fram­leidd er í Blöndu­virkj­un ætti að fara í iðnaðar­upp­bygg­ingu á Norður­landi vestra, eins og vísað var til þegar áform um upp­bygg­ingu 120.000 tonna ál­vers á Haf­ursstöðum við Húna­flóa voru til­kynnt í síðasta mánuði. Miðað við þings­álykt­un­ar­til­lögu sem var lögð fram á Alþingi nokkr­um árum seinna og í svari for­sæt­is­ráðherra þegar upp­bygg­ing Blöndu­virkj­un­ar var að hefjast lít­ur út fyr­ir að samþykkt­in hafi frek­ar miðað að því að ýta und­ir áfram­hald­andi at­vinnu­tæki­færi fyr­ir iðnaðar­menn sem komu að upp­bygg­ingu virkj­un­ar­inn­ar eft­ir að fram­kvæmd­um væri lokið.

Áform um 120.000 tonna ál­ver og 206 MW orkuþörf

Um miðjan síðasta mánuð sendu sveit­ar­fé­lög­in á Norður­landi og þró­un­ar­fé­lagið Klapp­ir develop­ment ehf. frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem greint var frá sam­starfs­samn­ingi um upp­bygg­ingu og rekst­ur 120.000 tonna ál­vers við Haf­ursstaði. Var til­greint að orkuþörf þess væri 206 mega­vött sem ættu að koma frá Blöndu­virkj­un

Frá Hafursstöðum í Skagabyggð.
Frá Haf­ursstöðum í Skaga­byggð. Morg­un­blaðið/​Jón Sig­urðsson

 „Áætlan­ir gera ráð fyr­ir 240 var­an­leg­um störf­um í ál­veri Klappa og allt að 800 tíma­bundn­um störf­um á bygg­ar­tíma. Orkuþörf ál­vers­ins er 206 MW, sem reiknað er með að komi frá Blöndu­virkj­un í sam­ræmi við vilja og sam­komu­lag heima­manna og stjórn­valda þegar virkj­un­in var byggð,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni sem send var á fjöl­miðla.

Samþykkt­in frá 1982

Sam­komu­lagið sem vitnað er til er samþykkt rík­is­stjórn­ar­inn­ar frá ár­inu 1982, en þar kem­ur fram að Fram­kvæmda­stofn­un rík­is­ins skuli hefja vinnu í sam­starfi við heimaaðila til að taka út og móta til­lög­ur um efl­ingu at­vinnu­lífs á svæðinu. Sér­stak­lega er iðnaður nefnd­ur í því sam­hengi. Þá er sagt að at­huga skuli hvort fyr­ir­tæki á svæðinu geti komið að fram­kvæmd­um og að koma verði í veg fyr­ir sam­drátt á vinnu­markaði á svæðinu þegar fram­kvæmd­um við virkj­un­ina lýk­ur. Lesa má samþykkt­ina í meðfylgj­andi skjali, en einnig má sjá hana í Alþing­is­skjöl­un­um sem fylgja hér að neðan.

Ekk­ert minnst á að ork­an verði notuð heima í héraði

Þrem­ur árum seinna leggja nokkr­ir þing­menn fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þar sem kem­ur fram að lítið hafi áunn­ist í þess­um mál­um og að til­lag­an sé til að fylgja mál­inu eft­ir. Í til­lög­unni kem­ur meðal ann­ars fram að sér­stak­lega skuli at­huga mögu­leika á „upp­bygg­ingu nýrra at­vinnu­fyr­ir­tækja af hæfi­legri stærð sem gætu tekið við veru­leg­um hluta af þeim mannafla sem að virkj­un­ar­fram­kvæmd­um mun starfa.“ Ekki er minnst á að ork­an frá Blöndu­virkj­un skuli notuð í þessa at­vinnu­upp­bygg­ingu.

Fyrirhuguð uppbygging álversins við Hafursstaði.
Fyr­ir­huguð upp­bygg­ing ál­vers­ins við Haf­ursstaði.

 Á lög­gjaf­arþing­inu frá 1989 til 1990 legg­ur svo þingmaður Norður­lands vestra,Sverr­ir Sveins­son, fram fyr­ir­spurn til for­sæt­is­ráðherra um út­tekt­ina sem nefnd er hér að ofan. Í svari for­sæt­is­ráðherra, Stein­gríms Her­manns­son­ar, kem­ur fram að hann hafi fundað með sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um á svæðinu og full­trúa Iðnaðarþró­un­ar­fé­lags Norður­lands fyrr á kjör­tíma­bil­inu. Á fund­in­um er meðal ann­ars lögð fram skýrsla frá Byggðar­stofn­un þar sem fram kem­ur að ekki sé að vænta mik­ils sam­drátt­ar vegna fram­kvæmd­anna sem marg­ir ótt­ist í kjöl­far virkj­ana­fram­kvæmd­anna. Er svo tveim­ur sviðsmynd­um lýst og bent á að fram­kvæmd­irn­ar ættu að gagn­ast heima­mönn­um í formi auk­inn­ar þekk­ing­ar og mögu­leika á að byggja upp eig­in tækja­búnað. Þá er tekið fram að æski­legt væri að viðhald og viðgerðum væri sinnt af heima­mönn­um. Í svari ráðherra er ekki minnst á hvernig nýta ætti orku frá virkj­un­inni til upp­bygg­ing­ar á orku­frek­um iðnaði á svæðinu eða að ork­an ætti að vera nýtt í héraði.

Samþykkt­in liðkaði fyr­ir samn­ing­um um virkj­un

Í sam­tali við mbl.is bend­ir Val­g­arður Hilm­ars­son, sveit­ar­stjórn­ar­maður á Blönduósi, á að samþykkt­in frá 1982 hafi verið gerð í janú­ar, en að samn­ing­ur um virkj­un hafi verið und­ir­ritaður í mars sama ár. Það sé því ljóst að samþykkt­in hafi liðkað til fyr­ir samn­ing­um um virkj­un­ina og seg­ist hann lesa það út úr henni og umræðunni sem kom í kjöl­farið að leitað yrði leiða til að auka iðnað á svæðinu. Í samþykkt­inni seg­ir orðrétt „Rík­is­stjórn­in samþykk­ir að fela Fram­kvæmda­stofn­un rík­is­ins, byggðadeild, að vinna í sam­vinnu við heimaaðila að út­tekt á at­vinnu­lífi á Norður­landi vestra og móta til­lög­ur um efl­ingu þess, þar á meðal á sviði iðnaðar.“ Seg­ir hann ljóst að þarna sé sam­hengi við notk­un ork­unn­ar úr virkj­un­inni.

Forsætisráðherra, fulltrúar Klappa og sveitafélaga á Norðurlandi og fulltrúar kínverska …
For­sæt­is­ráðherra, full­trú­ar Klappa og sveita­fé­laga á Norður­landi og full­trú­ar kín­verska fé­lags­ins China Non­ferrous Metal Indus­try‘s For­eign Eng­ineer­ing and Constructi­on Co Ltd. við und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar um fjár­mögn­un fyr­ir­hugaðs ál­vers að Haf­ursstöðum í Skaga­byggð.

Vilja nú alla orku úr Blöndu

Hann tek­ur fram að ekki hafi verið ákveðið á sín­um tíma að öll ork­an úr Blöndu yrði notuð á svæðinu, en að nú vilji sveit­ar­fé­lög­in það. Seg­ir hann að horfa verði til hag­kvæmni­sjón­ar­miða varðandi orku­flutn­inga og nefn­ir í því sam­bandi að ódýr­ara sé að nota ork­una stutt frá virkj­un­arstað í stað þess að setja hana á dreifi­kerfið og senda hana um allt land. Seg­ir hann að mis­mun­andi sjón­ar­mið séu um af­föll við lengri flutn­inga, en að menn geri ráð fyr­ir 5-12% af­föll­um þegar slíkt sé gert.

Val­g­arður seg­ir að nú verði haldið áfram að vinna verk­efn­inu fylg­is, en ljóst sé að til þess að það muni ganga upp þurfi að virkja meira og það sé stjórn­valda að ákveða hvar og hvernig slíkt sé gert.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert