Verkfallslögin gilda

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur hafnað kröfu Banda­lags há­skóla­manna (BHM) um að fé­lags­mönn­um þess sé heim­ilt að efna til verk­falls og að ákvörðun gerðardóms ráði ekki kjör­um þeirra.

Lög­in sem bönnuðu verk­fallsaðgerðir fé­lags­manna BHM halda því gildi sínu.

Dóm­ur í mál­inu var kveðinn upp klukk­an tvö í dag.

BHM stefndi rík­inu vegna laga­setn­ing­ar, sem var samþykkt á Alþingi hinn 13. júní síðastliðinn, sem bann­ar verk­fallsaðgerðir fé­lags­manna BHM. Málið var þing­fest 19. júní og fór aðalmeðferð í því fram 6. júlí síðastliðinn, en málið fékk flýtimeðferð.

BHM ger­ði þær dóm­kröf­ur að stétt­ar­fé­lög­um inn­an sinna raða yrðu heim­ilt að efna til verk­falls, þrátt fyr­ir verk­falls­lög rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og að kjör fé­lags­manna yrðu ekki afráðin með ákvörðun gerðardóms, eins og lög­in kveða á um.

Ástráður Har­alds­son flutti málið af hálfu BHM en Ein­ar Karl Hall­v­arðsson var til varn­ar fyr­ir ríkið. Sím­on Sig­valda­son dæm­di í mál­inu.

Ákveðið var að skipa gerðardóm eft­ir að Alþingi setti lög á verk­föll fé­lags­manna BHM, sem stóðu í tæp­ar tíu vik­ur. Hef­ur dóm­ur­inn frest til 15. ág­úst til að ákv­arða kaup og kjör fé­lags­manna.

Að mati BHM fel­ur laga­setn­ing­in í sér ólög­mætt inn­grip í starf­semi frjálsra og lög­legra fé­laga­sam­taka. Bend­ir banda­lagið á að frelsi stétt­ar­fé­laga til að standa að gerð kjara­samn­inga sé varið af 74. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar og að stjórn­völd og lög­gjaf­inn hafi afar tak­markaðar heim­ild­ir til að hafa af­skipti af starf­semi slíkra fé­laga. Með laga­setn­ing­unni hafi ríkið farið út fyr­ir þær heim­ild­ir.

Ríkið hafi einnig brotið gegn rétti aðild­ar­fé­laga BHM þannig að fari í bága við ákvæði 11. grein­ar Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu (MSE), en í því ákvæði seg­ir að mönn­um sé rétt að mynda fé­lög með öðrum, þar á meðal að stofna og ganga í stétt­ar­fé­lög til vernd­ar hags­mun­um sín­um.

Stefndu al­manna­hags­mun­um í hættu

Rík­is­stjórn­in taldi hins veg­ar að um brýna nauðsyn væri að ræða. Verk­fallsaðgerðirn­ar stefndu al­manna­hags­mun­um og rétt­ind­um annarra í hættu og rík­is­stjórn­inni hefði verið nauðugur einn kost­ur að stöðva þær.

Verk­föll­in hefðu valdið miklu tjóni á mörg­um sviðum. Viðræður við fé­lög­in hefðu reynst ár­ang­urs­laus­ar og launakröf­ur þeirra væru langt um­fram þær launa­hækk­an­ir sem samið var um við stærst­an hluta al­menna vinnu­markaðar­ins und­ir lok maí­mánaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert