Bankaráð Landsbankans sem réð

Landsbankinn hyggst byggja við Austurhöfn.
Landsbankinn hyggst byggja við Austurhöfn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þótt Bankasýsla ríkisins fari með 98% hlut ríkisins í Landsbankanum, gat hún ekki haft nein áhrif á þá ákvörðun bankaráðs Landsbankans, að reisa nýjar höfuðstöðvar sínar við Austurhöfn, í miðborg Reykjavíkur.

Þetta segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, í samtali við Morgunblaðið og vísar í þeim efnum í hlutafélagalögin, sem kveði á um að stjórn fyrirtækis fari með æðstu stjórn þess.

„Þannig fer bankaráð Landsbankans með æðstu stjórn bankans. Það er því innan ákvörðunarsviðs bankaráðsins að taka þessa ákvörðun. Þetta er ekki ákvörðun sem er borin undir hluthafafund,“ segir Jón Gunnar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert