Bankaráð Landsbankans sem réð

Landsbankinn hyggst byggja við Austurhöfn.
Landsbankinn hyggst byggja við Austurhöfn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þótt Banka­sýsla rík­is­ins fari með 98% hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um, gat hún ekki haft nein áhrif á þá ákvörðun bankaráðs Lands­bank­ans, að reisa nýj­ar höfuðstöðvar sín­ar við Aust­ur­höfn, í miðborg Reykja­vík­ur.

Þetta seg­ir Jón Gunn­ar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið og vís­ar í þeim efn­um í hluta­fé­laga­lög­in, sem kveði á um að stjórn fyr­ir­tæk­is fari með æðstu stjórn þess.

„Þannig fer bankaráð Lands­bank­ans með æðstu stjórn bank­ans. Það er því inn­an ákvörðun­ar­sviðs bankaráðsins að taka þessa ákvörðun. Þetta er ekki ákvörðun sem er bor­in und­ir hlut­hafa­fund,“ seg­ir Jón Gunn­ar í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert