Ferðamenn á flæðiskeri staddir

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna tveggja erlendra ferðamanna sem voru fastir á flæðiskeri á sunnanverðu Snæfellsnesi og flæddi hratt að þeim.

Er svæðið talið nokkuð varasamt og er þar nú stórstreymt. Það flæðir jafnan hratt að og er því erfitt að komast að með bátum. Þyrlan TF-GNA var við æfingar með flugbjörgunarsveitinni á Sandskeiði og fór hún rakleiðis á vettvang og sótti ferðamennina og flutti þá á þurrt land.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert