Lokun gjörgæslu yfirvofandi

Deildarstjóri á gjörgæsludeild í Fossvogi segir deildina verða óstarfhæfa gangi …
Deildarstjóri á gjörgæsludeild í Fossvogi segir deildina verða óstarfhæfa gangi uppsagnir eftir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gangi upp­sagn­ir hjúkr­un­ar­fræðinga eft­ir stefn­ir í að deild­ir inn­an Land­spít­ala verði óstarf­hæf­ar. Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, deild­ar­stjóri á gjör­gæslu í Foss­vogi, seg­ir 60% hjúkr­un­ar­fræðinga þar hafa sagt upp störf­um. Hún sér ekki fram á að deild­in geti starfað verði af þeim upp­sögn­um en það þurfi tveggja ára sér­fræðinám til þess að starfa á gjör­gæslu­deild. Fundað verður um ástandið á næstu dög­um og at­hugað hvað verði hægt að gera. Hætt sé við að spít­al­inn lam­ist gangi þetta eft­ir.

Mik­ill meiri­hluti hjúkr­un­ar­fræðinga, 88,4% greiddra at­kvæða, hafnaði í gær samn­ingi stétt­ar­fé­lags þeirra við ríkið. Ólaf­ur G. Skúla­son, formaður fé­lags­ins, seg­ir niður­stöðuna í takt við áhersl­ur fé­lags­ins í viðræðunum. Stjórn­völd verði að bregðast við kröfu fé­lags­ins um að grunn­laun hjúkr­un­ar­fræðinga verði sam­bæri­leg við grunn­laun annarra stétta há­skóla­menntaðra starfs­manna rík­is­ins.

Bjarni Bene­dikts­son og Kristján Þór Júlí­us­son segja niður­stöðuna ekki koma sér á óvart, enda hafi eng­inn talað fyr­ir samþykki samn­ings­ins af hálfu FÍH og óánægja hjúkr­un­ar­fræðinga verið ljós. Næsta skref í mál­inu sé að bíða niður­stöðu gerðardóms. Því er stjórn FÍH ósam­mála en Ólaf­ur G. Skúla­son, formaður fé­lags­ins, seg­ir því verða skotið til dóm­stóla eigi að taka málið fyr­ir hjá gerðardómi. Fé­lagið vill fá samn­inga­nefnd rík­is­ins aft­ur að borðinu og semja um málið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert