Ferðamenn „míga og skíta“ við Gullfoss

Fjölmargir ferðamann koma á Gullfoss á hverjum degi.
Fjölmargir ferðamann koma á Gullfoss á hverjum degi. mbl.is/Eggert

„Það er búið að markaðssetja Ísland þannig að það þurfi ekki að borga fyr­ir neitt hérna, seg­ir Ástdís Kristjáns­dótt­ir, rekstr­ar­stjóri Gull­foss Kaffi, við mbl.is. Ferðamaður kvartaði yfir því að kló­sett­in við Gull­foss hefðu verið subbu­leg og velti fyr­ir sér hvort þau væru þrif­in sjald­an.

Frétt mbl.is: Gera þarf­ir sín­ar í kirkju­g­arðinum

Ferðamenn svindla sér inn á sal­ern­in

„Sal­ern­in eru þrif­in tvisvar á dag,“ seg­ir Ástdís og að það geti vel verið að það sé of lítið, miðað við all­an fjölda ferðamanna sem not­ar sal­ern­in. „Það er spurn­ing hvað við get­um lagt mik­inn kostnað í þetta og fengið lítið til baka.“ Pen­ing­arn­ir sem fá­ist með sal­ern­is­gjald­inu fari í rekst­ur sal­erna á svæðinu; það þurfi að kaupa mik­inn papp­ír og slíkt. „Ferð á kló­settið kost­ar 200 krón­ur en við fáum ekki nema um 50% heimt­ur. Fólk svindl­ar sér al­veg hik­laust inn.“

Fólk hraun­ar yfir strák­ana

Hún seg­ir þetta vera hluta af stærra vanda­máli. Ísland hafi verið markaðssett sem staður þar sem allt sé frítt og því taki marg­ir það ekki í mál að borga fyr­ir ferð á sal­ernið. „Ef það er ekki vörður við svæðið þá klifr­ar fólk yfir hliðið hérna al­veg mis­kunn­ar­laust. Vanda­málið hjá okk­ur er að það vill eng­inn standa vörð, vegna þess að ferðafólkið er svona dóna­legt við verðina. Við höf­um haft unga stráka sem vilja ekki standa vörð því fólk hraun­ar yfir þá. Fólk skamm­ar þá af því að það þarf að borga, það á allt að vera frítt á Íslandi.

Get­um sjálf­um okk­ur um kennt

Ástdísi finnst Íslend­ing­ar geta sjálf­um sér um kennt. „Við bugt­um okk­ur og beygj­um; komið og valtið yfir okk­ur. Skítið bara á Þing­völl­um eða hvar sem ykk­ur sýn­ist. Þetta viðhorfið og það er skelfi­legt.“ Á Gull­fossi virðast ferðamenn gera þarf­ir sín­ar hvar sem er. „Ég er með starfs­manna­hús við hliðina á Gull­foss Kaffi og þar eru ferðamenn míg­andi og skít­andi fyr­ir utan glugg­ana. Starfs­fólkið sér þetta og bank­ar í glugg­ann en fólkið glott­ir bara og hverf­ur á braut.“

Ekki nóg að þrífa tvisvar á dag

 René Bi­a­so­ne, sér­fræðing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un, seg­ir ljóst að þeir sem sjái um sal­ern­isaðstöðu á ferðamanna­stöðum séu að gera sitt besta. „Fólk hag­ar sér auðvitað mis­vel. Það er ekki nóg að þrífa einu sinni eða tvisvar á dag vegna þess að á þessa stærstu staði koma þúsund­ir manna dag­lega,“ seg­ir Bi­a­so­ne við mbl.is.

„Fólk fylg­ist með ferðum skemmti­ferðaskipa og reyn­ir að sjá hversu marg­ir koma en þetta er stans­laus vinna. Ég er viss um að þeir sem sjá um sal­ern­in gera sitt besta.

Papp­ír­inn kost­ar nokkr­ar millj­ón­ir

Hann er sam­mála Ástdísi að rekst­ur sal­erna á ferðamanna­stöðum sé dýr. „Pen­ing­arn­ir sem fást með sal­ern­is­gjöld­um fara aðallega í að kaupa kló­sett­papp­ír.  Ég heyrði því ein­hversstaðar fleygt fram að kló­sett­papp­ír­inn einn og sér kosti nokkr­ar millj­ón­ir króna og gjaldið dugi stund­um ekki.

Ástdísi finnst við þurfa að breyta viðhorfinu.
Ástdísi finnst við þurfa að breyta viðhorf­inu.
Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir salernisgjald ekki nóg.
Sér­fræðing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un seg­ir sal­ern­is­gjald ekki nóg. Jón­as Er­lends­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert