Vín og bjór í boði með poppkorninu

Axel Ingi Viðarsson, eigandi Selfossbíós.
Axel Ingi Viðarsson, eigandi Selfossbíós. mbl.is/Ómar Óskarsson

Selfossbíó hefur fengið leyfi fyrir sölu áfengis og munu því gestir bráðlega geta sötrað kaldan bjór með kvikmyndinni, segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Tveir afgreiðslukassar eru í bíóinu og mun annar þeirra vera með dælu fyrir bjór, en einnig verður hvítvín og rauðvín í boði. Síðan munu vera „happy hours“ þar sem áfengi verður á sérstökum tilboðum með sýningum. Axel Ingi Viðarsson, eigandi Selfossbíós, segir gesti oft hafa spurt sig hvort vín standi til boða með sýningum og hafi hann því ákveðið að slá til.

Sjá frétt mbl.is: Bjór á bensínstöðvum Olís

Axel telur að eldra fólk sé líklegra til að kaupa áfengi með sýningum en yngra fólk. „Ég hefði getað selt mjög mikið af víni og bjór á sýningunum á Hrúti. Þar voru nánast allir gestir 40 ára og eldri.“

Leyfið gildir til kl. 23:00 virka daga, en til kl. 01:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert