Erlendur hjólreiðamaður kveikti í salernispappír eftir að hafa gengið örna sinna út í hrauninu neðan við Bifröst í Norðurárdal með þeim afleiðingum að það kviknaði í þurrum mosanum í hrauninu. Hann tæmdi úr vatnsflösku sem hann var með en það dugði ekki til og því var kallað á slökkviliðið sem mætti og slökkti glæðurnar í mosanum.
Lögreglan á Vesturlandi vill beina því til ferðamanna að fara varlega með allan eld því gróður er sérstaklega þurr í Borgarfirði þessa dagana.