„Gerið þetta í klósett, ekki skurðinn“

Biggi slær á létta strengi í fríinu.
Biggi slær á létta strengi í fríinu. Skjáskot

Biggi lögga minnir ökumenn á heilbrigða skynsemi undir stýri í nýju myndbandi á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar sést Biggi í sumarfríi með börnum sínum á meðan hann ræðir mikilvægi þess að láta skjái snjallsímans ekki trufla við akstur. „Það er algjörlega út í hött að vera með símann í hendinni meðan maður er að keyra,“ segir Biggi. „Höfum núna bara þjóðarátak í því að hafa athyglina á veginum, ekki á skjánum.“ segir hann ennfremur.

Í lokin slær Biggi á létta strengi og ávarpar ímyndaða ferðamenn. „Heyrið þið, nei. Þið verðið að gera þetta í klósett, ekki í skurðinn,“ segir hann og vísar þar til umræðu síðustu daga um ferðamenn sem gera þarfir sínar utan salerna á helstu ferðamannastöðum.

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Friday, July 17, 2015

Fréttir mbl.is: 

Fríar hægðir betri en borgaðar

Gekk örna sinna og kveikti í sinu

„Míga og skíta“ glottandi við Gullfoss

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert