Lágmarksverð á mjólk hækkar

AFP

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. ágúst næstkomandi um 3,58%, nema verð á smjöri, sem hækkar um 11,6%.

Lágmarksverð til bænda hækkar um 1,47 kr. á lítra mjólkur, úr 82,92 kr. í 84,39 kr, eða um 1,77%. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um 4,27 kr. Samanlögð hækkun heildsöluverðs er því 5,74 kr. á hvern lítra mjólkur, að því er segir á vef Landssambands kúabænda.

Breytingin er til komin vegna kostnaðarhækkana síðastliðinna tveggja ára við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. október 2013. Síðan þá hefur framleiðslukostnaður mjólkur, eins og verðlagsgrundvöllur kúabús mælir hann, aukist um 1,77%. Sú kostnaðarhækkun fæst að fullu uppi borin með framangreindri hækkun á afurðastöðvaverði mjólkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert