Um 250 munu starfa hjá Costco

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, býður Steven Pappas, framkvæmdastjóra Costco …
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, býður Steven Pappas, framkvæmdastjóra Costco yfir Bretlandi, velkominn í Garðabæinn. mbl.is/Árni Sæberg

Talsvert úrval af íslenskum vörum, einkum ferskvörum, verður á boðstólum í verslun Costco sem til stendur að verði opnuð í Urriðaholti í Garðabæ næsta sumar. Þetta segir Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco á Bretlandi sem telur íslenska neytendur kostgæfna og markaðinn jákvæðan.

Í Morgunblaðinu í dag kemur frma að í byrjun verða 160 ráðnir, en búist er við að starfsmenn verði um 250 eftir um þrjú ár. 

„Við erum með nokkuð samræmt vöruúrval um heiminn en við munum bjóða upp á talsvert af vörum frá Íslandi, en einnig innfluttar vörur sem við seljum um allan heim,“ segir Pappas og nefnir ferskmeti sérstaklega sem dæmi um íslenskar vörur sem verða í búðinni, en einnig verða íslenskar vörur úr öðrum vöruflokkum.

Aðeins þeir geta verslað í Costco sem hafa greitt ársgjald, sem veitir þeim réttindi til að versla í búðinni. Pappas segir að ekki sé búið að ákveða hvað einstaklingsaðild að Costco muni kosta hérlendis, en í Bandaríkjunum kostar slík aðild 55 dollara, eða tæpar 7.500 krónur. Úrvalsaðild, sem ber ýmsa kosti með sér, kostar 110 dollara, eða tæplega 15.000 krónur.

Vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun, segir í tilkynningu frá Costco.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert