„Þetta er búið að vera svona í ansi mörg ár og fer frekar versnandi heldur en hitt. Það eru bæði einkabílar og rútur sem stunda þetta,“ segir Ingunn Snædal við mbl.is. Hún birti myndir á facebooksíðu sinni í gær þar sem hópur ferðamanna fer inn í garð þar sem foreldrar hennar búa, á bóndabæ um 50 kílómetra fyrir utan Egilsstaði, og gera þarfir sínar í garðinum.
„Bærinn stendur við þjóðveg 1 og það er sjálfsali og plan hérna við og fólk stoppar oft þar. Stundum stoppar fólk hreinlega til að gera þarfir sínar hérna á hlaðinu eða í garðinum. Þetta er ekki í fyrsta eða annað skiptið sem það gerist. Ég veit ekki hvort þetta fólk var að pissa eða kúka og ætla ekki að athuga það. Mig langar ekki að vaða grasið og finna kannski kúk.“
Ingunn hefur gómað fólk með buxurnar á hælunum. „Ég fer þá og spyr hvern andskotann það sé að gera. Ef rútur stoppa og ferðamenn fara hingað í hóp upp í garð þá er eitthvað mikið að. Þetta er ömurlegt ástand. Við höfum hringt í ferðaskrifstofur og kvartað. Fólk þar segir að því finnist þetta leiðinlegt og segist ætla að tala við viðkomandi en við heyrum ekkert meira en það.“
Faðir Ingunnar rauk út í gær alveg fjúkandi illur. „Leiðsögumaðurinn varð þá bara reið og frek við hann í staðinn fyrir að biðjast afsökunar. Hún var reið yfir því hvað hann var reiður en hann var alveg brjálaður.“ Ingunn fór einnig út. „Ég spurði fólkið „what the hell?“ Þau þóttust ekki skilja eða voru voða leið yfir þessu.“
Ingunn bendir á að það sé ekki langt í næsta klósett. „Það eru 200 metrar í hótel og þar er allt til alls. Þegar fólk er hérna á hlaðinu horfir það beint á skiltin og fánana hjá hótelinu.“ Hún vill taka fram að Hópferðabílar Akureyrar beri enga ábyrgð á þessu, þrátt fyrir að rútan hafi verið frá þeim. „Það hringdi maður í morgun frá Hópferðabílum Akureyrar og hann var miður sín vegna þess að myndin sem ég tók er af bíl frá þeim. Það er bara bíll sem ferðaskrifstofa leigir og Hópferðabílar Akureyrar bera enga ábyrgð á þessu.“
Ingunn spyr í lokin hvort fólki myndi gera þetta í þéttbýli. „Fólki finnst eins og eignarrétturinn sé á reiki úti á landi. Maður hugsar með sér að þetta yrði ekki gert í þéttbýli.“
Þetta fína fólk frá ferðaskrifstofunni Ferðamiðlun stoppaði við bensíntankinn hjá okkur í kvöld og sendi alla ú...
Posted by Ingunn Snædal on Saturday, July 18, 2015