Húsbíll fauk í Selvogi

Vindurinn svipti líklega húsbílnum af veginum í Selvogi.
Vindurinn svipti líklega húsbílnum af veginum í Selvogi. mbl

Húsbíll fauk út af veginum í Selvogi, við afleggjarann að Herdísarvík. Þar var norðanbál og snarpir sviptivindar komu af fjöllunum í dag. Vegfarandi varaði fólk við að fara þar um á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. 

Þessi vegfarandi á oft leið um Suðurstrandarveg. Hann kvaðst aldrei hafa séð jafn mikla umferð á veginum og í dag. Þar voru áberandi bílar á útlendum númerum, bílaleigubílar og eins bílar Suðurnesjamanna sem væntanlega voru á heimleið úr helgarferðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert