Þrátt fyrir að í dag sé hásumar, 19. júlí, snjóaði víða á hálendinu í nótt og í morgun. „Það var allt hvítt. Þegar við fórum á fætur klukkan níu var varið að birta en við yfirgáfum svæðið í hádeginu og þá fór aftur að snjóa,“ segir Þorgerður Eva Þórhallsdóttir við mbl.is.
Þorgerður er í Björgunarsveit Skagafjarðar og þau sinna hálendisvakt. „Ég held að þetta sé frekar óeðlilegt ástand um hásumar. Þetta var ekki svona í fyrra.“ Sumarið í ár hefur því verið með kaldara móti á hálendinu.
Ferðamenn gera sér ef til vill ekki grein fyrir aðstæðum á hálendingu og veðrinu þar. „Við höfum verið að draga bíla upp úr ám og svoleiðis þegar ferðamenn lenda í vanda vegna aðstæðna.“ Fólk er hvatt til að vera vel búið og fylgjast með veðurspám ætli það sér í ferðalög upp á hálendið.
Hvasst fyrir vestan, snjór fyrir austan