Keppninni um kaldasta daginn ekki lokið

Svona er veðurspáin á hádegi á morgun.
Svona er veðurspáin á hádegi á morgun. Skjáskot/Veðurstofan

„Það fer að minnka tilbreytingin í fyrirsögnum haldi kuldinn áfram - eins og hann virðist ætla að gera,“ skrifar Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggsíðu sína. Gærdagurinn var sá næstkaldasti í mánuðinum á landsvísu, „og líklegt að keppninni um þann kaldasta sé ekki lokið. Sumir íbúar suðvesturhluta landsins munu þó halda áfram að sleppa furðanlega,“ skrifar Trausti. 

En hinn sérlegi kuldi gærdagsins verður að skrifast á ábyrgð kuldapollsins snarpa sem undanfarna daga hefur verið að mjaka sér norðan úr Íshafi til landsins, segir Trausti. Hann verður kominn suður fyrir land í kvöld. Áttin verður þá austlægari í háloftunum í bili og eitthvað hægir á norðanáttinni niðri í mannabyggðum.

Næsta sólarhringinn er spáð norðan og norðaustan 8-15 m/s, en 5-10 m/s um landið norðaustanvert. Skýjað og víða rigning með köflum eða skúrir en úrkomulítið suðvestanlands. Bætir í úrkomu suðaustantil um tíma í kvöld. Hiti víða 5 til 16 stig, hlýjast sunnanlands á morgun.

Sjá veðurvef mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert