„Kraninn flaug af bílnum“

Sem betur fer lenti kraninn á götunni, ekki á öðrum …
Sem betur fer lenti kraninn á götunni, ekki á öðrum bíl.

Mildi þykir að ekki fór verr þegar vörubíll með krana keyrði á brúna milli Kópavogs og Garðabæjar á Hafnarfjarðarvegi í dag. „Vörubíllinn var á hægri akrein og ég var fyrir aftan hann á þeirri vinstri. Hann var sennilega á 80 kílómetra hraða og kraninn á bílnum var líklega of hátt uppi því hann fór beint í brúna,“ segir Jóhann Jean Le Sage við mbl.is.

„Kraninn flaug af bílnum og endaði á veginum fyrir aftan. Kraninn hefði flogið á framrúðuna hjá mér ef ég hefði verið á hægri akrein.“ Vörubíllinn stoppaði eftir þetta, enda var brak út um allt á veginum og kranaarmurinn lá hægra megin á veginum.

„Bílstjórinn stökk út en það var í góðu lagi með hann, honum brá bara. Þetta var mjög harkalegt og bíllinn hans var frekar skemmdur eftir þetta,“ segir Jóhann.

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Ernir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert