Framkvæmdir eru hafnar við vegagerð og brúarsmíði við Fellsveg í Úlfarsárdal í Reykjavík.
Með þessu á að skapa vegtengingu og greiðari leiðir milli Grafarholts, Reynisvatnsáss og Úlfarsárdals, en þessar þrjár byggðir eru taldar eitt og sama hverfið og mun uppbygging í þjónustu borgarinnar miðast við það.
Um 6.200 manns búa í hverfinu í dag og bygging skóla-, íþrótta- og menningarhúss, sem verður í Úlfarsárdalnum og mun þjóna byggðinni allri, hefst á næstu mánuðum.