„Vantar fleiri hjáleiðamerkingar“

Malbikunarvinna. Mynd úr safni.
Malbikunarvinna. Mynd úr safni. mbl.is/Rósa Braga

„Merkingarnar eiga að vera þokkalegar. Reyndar á Suðurlandsvegi þá kvörtuðum við við verktakann um að það vantaði betri hjáleiðarmerkingar,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar, við mbl.is. Einhverjir ökumenn hafa kvartað yfir slæmum merkingum við lokanir á Suðurlandsvegi og miklum töfum á umferð.

„Samkvæmt skoðun okkar mátum við það sem svo að það vantaði fleiri hjáleiðamerkingar. Við höfðum samband við verktakann sem ætlaði að bæta úr þessu.“ Guðbrandur fór yfir merkiplanið og fannst merkingar hefðu mátt vera skýrari.

„Við erum að reyna að bæta gatnakerfið og fólk þarf að sýna þolinmæði.“ Umræddar merkingar á Suðurlandsvegi eiga að verða skýrari. „Ég ræddi þetta við verktakann og sagði að við hefðum heyrt af fólki sem kvartaði. Fullorðið fólk væri að hringsóla um Árbæinn og rataði ekki út á Suðurlandsveginn aftur,“ segir Guðbrandur.

Miklar tafir vegna malbikunarvinnu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert