Ein orrustuflugvélanna bilaði

JAS Gripen orrustuþota.
JAS Gripen orrustuþota. AFP

Tékknesku JAS-39 Gripen orrustuflugvélarnar fimm sem væntanlegar voru til Íslands í dag þurftu að snúa við vegna bilunar einni vélinni. Frá þessu greinir Prague Post.

Í frétt þeirra er haft eftir herforingjanum Petr Hromek að ekki sé enn ljóst hver bilunin sé en þegar slíkt komi upp í einni vél sé þeim öllum snúið við. Ástæðan fyrir því sé sú að eldsneytisvél fari með þotunum til landsins og verði ein eftir kemst sú hin sama ekki alla leið eftir að gert hefur verið við hana.

Ekki kemur fram í frétt Prague Post hvenær gert sé ráð fyrir að vélarnar haldi aftur af stað til Íslands.

Frétt mbl.is: Fimm tékkneskar orrustuþotur væntanlegar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka