Eimskipafélagið hefur flutti inn tvo nýja hafnarkrana til landsins, en þeir eru þeir stærstu á Íslandi og geta lyft tveimur 20 feta gámum samtímis.
Fjárfestingin er hluti af endurnýjun og uppbyggingu á innviðum félagsins.
Annar krananna verður staðsettur á Grundartanga, m.a. til þjónustu við álver Norðuráls, en hinn verður staðsettur á Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Þar leysir hann eldri krana af hólmi sem leysir sjálfur af Jakann í Sundahöfn. Jakinn fer í reglulegt viðhald og verður síðan fluttur til Færeyja vegna aukinna umsvifa þar.