Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti í gær mynd á Facebooksíðu sinni af sér við hvalaskoðunarskip á Húsavík. Við myndina segir hún meðal annars að hvalaskoðun sé „stórkostlega mikilvæg atvinnugrein, [...] mun mikilvægari en hvalveiðar sem standa okkur fyrir þrifum.“
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sammála flokkssystur sinni. Hún skrifar á Facebooksíðu sína af þessu tilefni: „Hvar endar það eiginlega ef við ætlum að svipta menn í tilteknum atvinnugreinum sjálfu atvinnufrelsinu með þeim rökum að aðrar atvinnugreinar skili mögulega meiru í „þjóðarbúið“ eða vegna þess að einhverjir útlendingar hafi ranghugmyndir um atvinnugreinina? Atvinnufrelsi er ekki eitthvað sem menn reikna út í Excel heldur mannréttindi.“
Hvalaskoðun á Húsavík. Stórkostlega mikilvæg atvinnugrein fyrir íslenskt þjóðarbú. Mun mikilvægari en hvalveiðar sem...
Posted by Elin Hirst on Tuesday, July 21, 2015