Vigdís Hauks segir „súrríalískt andrúmsloft“ í Leifsstöð

Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir mbl.is/Rax

„Það er orðið súr­ríal­ískt and­rúms­loft í Leif­stöð sem ISA­VIA ohf ber ábyrgð á,“ skrif­ar Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is í færslu sem hún birti á Face­book í kvöld. „Þetta er ein­mitt sama flug­stöðin sem kol­féll á ör­ygg­is­leitar­próf­inu – sum­ir eru límd­ir við stól­ana sína sama hvað geng­ur á…“

Í færsl­unni deil­ir þingmaður­inn grein með fyr­ir­sögn­inni Enda­laus­ir hálf­vit­ar í Leifs­stöð en sú birt­ist nafn­laus inni á 

Neðan við færsl­una deil­ir þingmaður­inn grein, sem birt­ist á vefsíðunni Far­ar­heill.is í dag. Höf­und­ur grein­ar­inn­ar kem­ur ekki fram und­ir nafni en hann er harðorður í garð stjórn­enda Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og seg­ir þá hálf­vita. Grein­ar­höf­und­ur gagn­rýn­ir yf­ir­stand­andi fram­kvæmd­ir í Leifs­stöð og seg­ir fólk heppið ef það tek­ur það aðeins klukku­stund að kom­ast í gegn­um ör­ygg­is­leit og að þeir sem hafi ekki áhuga á að versla þurfi að standa upp­rétt­ir fram að flugi.

Þetta heit­ir á frum­mál­inu LÉLEG ÞJÓNUSTA. Og lé­leg þjón­usta á stað þar sem fólk hef­ur ekki val um annað heit­ir MANN­VONSKA,“ seg­ir í grein­inni.

Skjáskot af færslu Vigdísar
Skjá­skot af færslu Vig­dís­ar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert