Langvarandi rigningar skapa slysahættu

Við Dettifoss.
Við Dettifoss. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Langvarandi rigningar við Dettifoss hafa valdið því að sandlag á göngustígum hjá fossinum hefur skolast burt og er þá eftir sleipt moldarlag sem veldur slysahættu.

Tvær konur slösuðust með stuttu millibili við Dettifoss í gær þegar þær hrösuðu á göngustíg. Báðar meiddu sig á fæti og þurfti að bera þær báðar af svæðinu.

Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir það ekki hafa gerst áður að tveir einstaklingar hafi slasast sama dag við fossinn. Búið er að loka af svæðið þar sem slysin urðu og í dag stendur til að hálkuverja göngustígana. „Það sem virðist hafa gerst er að sandlag sem hefur verið í göngustígunum hefur horfið á einhverjum blettum og þar fyrir neðan er mjög sleip mold og fólk hefur verið að renna í henni,“ segir Hjörleifur, en sandurinn hvarf eftir langvarandi rigningar á Dettifossvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert