Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maðuirinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag.
Maðuirinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag. Pressphotos

Karl­maður af er­lend­um upp­runa var í dag í héraðsdómi Reykja­vik­ur úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 20. ág­úst að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Er það gert á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna, sí­brota og hættu­sjón­ar­miða. Maður­inn er grunaður um að hafa smitað ung­ar kon­ur af al­var­leg­um smit­sjúk­dómi, HIV. Rann­sókn lög­regl­unn­ar snýr meðal ann­ars að því að skoða hvort fleiri kon­ur kunni að hafa verið í sam­neyti við mann­inn og hvort að þær séu smitaðar. Enn sem komið er eru um tíu kon­ur tald­ar tengj­ast mál­inu, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Frétt mbl.is: Smitaðar af HIV-veirunni

Sjúk­dóm­ur­inn sem maður­inn er grunaður um að hafa smitað kon­urn­ar af er HIV að sögn Har­ald­ar Briem sótt­varna­lækn­is. Maður­inn er í frétt á vef RÚV sagður níg­er­ísk­ur hæl­is­leit­andi sem kom hingað til lands í ág­úst.

Frétt mbl.is: Grunaður um að smita kon­ur 

„Þetta er HIV-smit sem veld­ur al­næmi. Það er al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur. Helstu smit­leiðirn­ar eru kyn­mök og skipti á spraut­um og nál­um. Veir­an get­ur þannig borist manna á milli,“ sagði Har­ald­ur í sam­tali við mbl.is í dag og benti á að veir­an kunni að vera ein­kenna­laus fram­an af.

„Þetta er veira sem veld­ur kannski eng­um ein­kenn­um fram­an af en smám sam­an eyðilegg­ur hún ónæmis­kerfið og get­ur leitt til al­var­legra sjúk­dóma og dauða ef ekk­ert er gert. Nú er nátt­úru­lega til meðferð við þessu en hún gagn­ast ekki nema að fólk viti af sjúk­dómn­um.“

Har­ald­ur seg­ir að nú sé unnið að því að finna hversu um­fangs­mikið málið er, en það er gert með svo­kallaðri smitrakn­ingu. Seg­ir hann slíka vinnu gerða dag­lega hjá embætt­inu. Aðspurður hvað málið tengd­ist mörg­um í dag vildi Har­ald­ur ekk­ert gefa upp um það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert