Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maðuirinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag.
Maðuirinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag. Pressphotos

Karlmaður af erlendum uppruna var í dag í héraðsdómi Reykjavikur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna, síbrota og hættusjónarmiða. Maðurinn er grunaður um að hafa smitað ungar konur af alvarlegum smitsjúkdómi, HIV. Rannsókn lögreglunnar snýr meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa verið í samneyti við manninn og hvort að þær séu smitaðar. Enn sem komið er eru um tíu konur taldar tengjast málinu, samkvæmt heimildum mbl.is.

Frétt mbl.is: Smitaðar af HIV-veirunni

Sjúkdómurinn sem maðurinn er grunaður um að hafa smitað konurnar af er HIV að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Maðurinn er í frétt á vef RÚV sagður nígerískur hælisleitandi sem kom hingað til lands í ágúst.

Frétt mbl.is: Grunaður um að smita konur 

„Þetta er HIV-smit sem veldur alnæmi. Það er alvarlegur sjúkdómur. Helstu smitleiðirnar eru kynmök og skipti á sprautum og nálum. Veiran getur þannig borist manna á milli,“ sagði Haraldur í samtali við mbl.is í dag og benti á að veiran kunni að vera einkennalaus framan af.

„Þetta er veira sem veldur kannski engum einkennum framan af en smám saman eyðileggur hún ónæmiskerfið og getur leitt til alvarlegra sjúkdóma og dauða ef ekkert er gert. Nú er náttúrulega til meðferð við þessu en hún gagnast ekki nema að fólk viti af sjúkdómnum.“

Haraldur segir að nú sé unnið að því að finna hversu umfangsmikið málið er, en það er gert með svokallaðri smitrakningu. Segir hann slíka vinnu gerða daglega hjá embættinu. Aðspurður hvað málið tengdist mörgum í dag vildi Haraldur ekkert gefa upp um það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka