Skortur er á nautakjöti

Nautakjöt.
Nautakjöt.

Skortur er á nautakjöti í landinu í kjölfar verkfalls dýralækna. Að auki er þörf á því að auka framleiðslu innanlands um 1.500-2.000 tonn til að anna eftirspurn að sögn Baldurs Helga Benjamínssonar, framkvæmdastjóra Landsambands kúabænda.

Verkfall dýralækna setti strik í reikninginn þegar kom að bæði slátrun og innflutningi, þar sem ekki var hægt að tollafgreiða. Nam samdráttur í innflutningi nautakjöts um 230 tonnum á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

„Þessi samdráttur er að langstærstum hluta vegna verkfallsáhrifanna,“ segir Baldur. Ekkert var slátrað frá 23. apríl til 15. júní og Baldur segir að nokkurn tíma muni taka að sinna markaðsþörf. Alla jafna hefði á þriðja þúsund gripum verið slátrað á þeim tíma sem verkfallið stóð yfir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert