Vilja hlut í Íslandsbanka

Höfuðstöðvar Íslandsbanka.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bankastjóri og framkvæmdastjórar Íslandsbanka, ásamt stjórnarmönnum, hafa farið fram á kaupauka í tengslum við gerð nauðasamnings og mögulega sölu hans.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur tillaga verið gerð af hálfu hópsins um að hann fái allt að 1% hlut í bankanum. Hluturinn gæti numið allt að tveimur milljörðum króna sé miðað við bókfært eigið fé bankans í árslok 2014, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Í tillögunum mun ekki gert ráð fyrir því að almennir starfsmenn fái hlutdeild í samningnum þrátt fyrir að fyrirmyndin að tillögunni sé sótt í samkomulag sem gert var árið 2009 og tryggði starfsmönnum Landsbankans tæplega 1% hlut í bankanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert