Hótelbruni á Siglufirði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Sigló Hótel

Eld­ur kom upp í eld­húsi Sigló Hót­el sem byggt er út í smá­báta­höfn­ina á Sigluf­irði eft­ir há­degi í dag. Einn var flutt­ur á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri, en greiðlega gekk að slökkva eld­inn. 

„Það urðu mikl­ar skemmd­ir en þetta var þó eng­inn stór­bruni,“ seg­ir Ámundi Gunn­ars­son, slökkviliðsstjóri Fjalla­byggðar, í sam­tali við mbl.is. Aðspurður seg­ir hann tals­verðar reyk­skemmd­ir vera í eld­húsi hót­els­ins, þar sem eld­ur­inn kom upp.

„Það þarf að þrífa þetta vel, mála og skipta um klæðningu í lofti svo fátt eitt sé nefnt. Það er því ljóst að þetta er mikið tjón,“ seg­ir hann.

Áður en slökkvilið mætti á vett­vang seg­ir Ámundi starfs­mann hót­els­ins hafa gert til­raun til þess að slökkva eld­inn. Var sá stadd­ur inni í eld­hús­inu þegar slökkviliðsmenn bar að.

Tek­in var ákvörðun um að senda starfs­mann­inn á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri, en talið er að hann hafi fengið vott af reyk­eitrun auk þess sem Ámundi seg­ir mann­inn hafa skorið sig lít­il­lega.

Eft­ir að búið var að slökkva eld­inn var haf­ist handa við að reykræsta hót­elið. Upp­tök brun­ans eru að sögn Ámunda óljós en lög­regl­an vinn­ur að rann­sókn máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert