Þingmenn sameinuðust um friðarkyndilinn

Þingmenn með friðarkyndilinn.
Þingmenn með friðarkyndilinn.

Þing­menn­irn­ir Ásmund­ur Friðriks­son Sjálf­stæðis­flokki, Will­um Þór Þórs­son Fram­sókn­ar­flokki, Össur Skarp­héðins­son Sam­fylk­ing­unni, Sól­ey Tóm­as­dótt­ir Vinstri græn­um og Sigrún Gunn­ars­dótt­ir Bjartri framtíð sam­einuðust um friðarkyndil­inn og sýndu með tákn­ræn­um hætti stuðning sinn við að hlúa að og byggja áfram upp friðar­menn­ingu Íslands, sem Sri Chinmoy, stofn­andi Friðar­hlaups­ins, kallaði ein­staka, á loka­at­höfn Sri Chinmoy heims­ein­ing­ar Friðar­hlaups­ins, sem fram fór fyr­ir fram­an Alþing­is­húsið í dag.

Sri Chinmoy heims­ein­ing­ar Friðar­hlaupið hafði lagt að baki 2700 km hlaup um­hverf­is Ísland, mest eft­ir strand­lengj­unni, allt frá því að kveikt var á friðarkyndl­in­um inni í Lang­jökli 29.júní síðastliðinn.

Á loka­sprett­in­um í dag var m.a. synt yfir Hval­fjörðinn með Friðarkyndil­inn og kynd­ill­inn var svo rétt­ur Hall­dóri Blön­dal, fyrr­ver­andi for­seta Alþing­is, sem rétti hann áfram til nú­ver­andi þing­manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert