Þingmennirnir Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki, Willum Þór Þórsson Framsóknarflokki, Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni, Sóley Tómasdóttir Vinstri grænum og Sigrún Gunnarsdóttir Bjartri framtíð sameinuðust um friðarkyndilinn og sýndu með táknrænum hætti stuðning sinn við að hlúa að og byggja áfram upp friðarmenningu Íslands, sem Sri Chinmoy, stofnandi Friðarhlaupsins, kallaði einstaka, á lokaathöfn Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupsins, sem fram fór fyrir framan Alþingishúsið í dag.
Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið hafði lagt að baki 2700 km hlaup umhverfis Ísland, mest eftir strandlengjunni, allt frá því að kveikt var á friðarkyndlinum inni í Langjökli 29.júní síðastliðinn.
Á lokasprettinum í dag var m.a. synt yfir Hvalfjörðinn með Friðarkyndilinn og kyndillinn var svo réttur Halldóri Blöndal, fyrrverandi forseta Alþingis, sem rétti hann áfram til núverandi þingmanna.