Ákvörðun um minjar ekki verið tekin

Fornleifarnar í Lækjargötu.
Fornleifarnar í Lækjargötu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Stofn­un­in hef­ur enga form­lega ákvörðun tekið um framtíð forn­leif­anna í Lækj­ar­götu. Það er ekki hægt að gera það fyrr en rann­sókn­inni er lokið og all­ar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir.“

Þetta seg­ir Agnes Stef­áns­dótt­ir, forn­leifa­fræðing­ur og deild­ar­stjóri hjá Minja­stofn­un Íslands, í sam­tali við Morg­un­blaðið. Ad­olf Friðriks­son, for­stöðumaður Forn­leif­a­stofn­un­ar Íslands, sem ann­ast rann­sókn­ina fyr­ir fram­kvæmdaaðilann, Íslands­hót­el, sagði í blaðinu í gær að Minja­stofn­un hefði þegar ákveðið að minjarn­ar yrðu ekki varðveitt­ar. Agnes seg­ir að þetta sé mis­skiln­ing­ur.

Agnes seg­ir í blaðinu, að full­trú­ar Minja­stofn­un­ar fylg­ist náið með upp­greftr­in­um og komi þangað reglu­lega í eft­ir­lits­ferðir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert