Ákvörðun um minjar ekki verið tekin

Fornleifarnar í Lækjargötu.
Fornleifarnar í Lækjargötu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Stofnunin hefur enga formlega ákvörðun tekið um framtíð fornleifanna í Lækjargötu. Það er ekki hægt að gera það fyrr en rannsókninni er lokið og allar upplýsingar liggja fyrir.“

Þetta segir Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræðingur og deildarstjóri hjá Minjastofnun Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, sem annast rannsóknina fyrir framkvæmdaaðilann, Íslandshótel, sagði í blaðinu í gær að Minjastofnun hefði þegar ákveðið að minjarnar yrðu ekki varðveittar. Agnes segir að þetta sé misskilningur.

Agnes segir í blaðinu, að fulltrúar Minjastofnunar fylgist náið með uppgreftrinum og komi þangað reglulega í eftirlitsferðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka