Umferðin hreyfist afar hægt á Breiðholtsbraut þessa stundina. Þar er bíll við bíl alveg upp að Suðurlandsvegi.
Ártúnsbrekka er enn lokuð upp til austurs, en unnið er að því að koma vöruflutningabíl, sem valt þar á hliðina á níunda tímanum í morgun, á réttan kjöl. Möl sem hann flutti dreifðist um stóran hluta vegarins. Opnað verður fyrir umferð upp Ártúnsbrekkuna klukkan tólf.
Fjölmargir eru á leiðinni út á land í helgarfríinu en sitja nú fastir í umferðinni á helstu götum í nágrenninu, svo Breiðholtsbrautinni og Stekkjarbakka.
Strætó hefur vakið athygli á því að strætisvagnar þurfi að aka aðra leið að Ártúni en venjulega og af þeim völdum seinkar vögnunum.
Uppfært: Opnað hefur verið fyrir umferð upp Ártúnsbrekku til austurs.
Fréttir mbl.is:
Opnað fyrir umferð í Ártúnsbrekku
Umfangsmiklar aðgerðir í Ártúnsbrekku
Ártúnsbrekka lokuð í austurátt