Björn tekjuhæstur embættismanna og ríkisforstjóra

Björn Zoega.
Björn Zoega. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Zoëga, formaður verkefnastjórnar um betri heilbrigðisþjónustu og fyrrum forstjóri Landspítalans, er hæstur á lista Frjálsrar verslunar yfir launanhæstu embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja.

Hann var með 3,884 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaðinu, sem kom út í dag.

Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, er með 2,636 milljónir króna og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er síðan þriðji á listnaum með 2,033 milljónir króna á mánuði.

Fjórði er Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu, með 1,888 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra og er Gróa B. Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri, í fimmta sæti listans með 1,768 milljónir króna.

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV, er í níunda sæti á listanum með 1,634 milljónir króna á mánuði og þá er Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, í 16. sæti með 1,478 milljónir króna.

Bryndís Hlöðversdóttir, sem var skipuð í embætti ríkissáttasemjara í maímánuði, er í 12-13. sæti listans með 1,564 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra, ásamt Bjarna G. Stefánssyni, sýslumanni í Norðurlandi vestra. Bryndís gegndi áður stöðu starfsmannastjóra á Landspítalanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert