Björn tekjuhæstur embættismanna og ríkisforstjóra

Björn Zoega.
Björn Zoega. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Zoëga, formaður verk­efna­stjórn­ar um betri heil­brigðisþjón­ustu og fyrr­um for­stjóri Land­spít­al­ans, er hæst­ur á lista Frjálsr­ar versl­un­ar yfir laun­an­hæstu emb­ætt­is­menn og for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja.

Hann var með 3,884 millj­ón­ir króna í laun á mánuði í fyrra sam­kvæmt tekju­blaðinu, sem kom út í dag.

Jó­hann­es S. Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, er með 2,636 millj­ón­ir króna og Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, er síðan þriðji á listnaum með 2,033 millj­ón­ir króna á mánuði.

Fjórði er Hrann­ar Pét­urs­son, upp­lýs­inga­full­trúi í for­sæt­is­ráðuneyt­inu, með 1,888 millj­ón­ir króna í laun á mánuði í fyrra og er Gróa B. Jó­hann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri, í fimmta sæti list­ans með 1,768 millj­ón­ir króna.

Magnús Geir Þórðar­son, út­varps­stjóri RÚV, er í ní­unda sæti á list­an­um með 1,634 millj­ón­ir króna á mánuði og þá er Páll Magnús­son, fyrr­ver­andi út­varps­stjóri, í 16. sæti með 1,478 millj­ón­ir króna.

Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, sem var skipuð í embætti rík­is­sátta­semj­ara í maí­mánuði, er í 12-13. sæti list­ans með 1,564 millj­ón­ir króna í laun á mánuði í fyrra, ásamt Bjarna G. Stef­áns­syni, sýslu­manni í Norður­landi vestra. Bryn­dís gegndi áður stöðu starfs­manna­stjóra á Land­spít­al­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert