Gangan gaf mér mikið

Reynir Pétur Steinunnarson.
Reynir Pétur Steinunnarson. Ásdís Ásgeirsdóttir

Í ár eru liðin 30 ár frá því að Reynir Pétur Steinunnarson gekk fyrstur Íslendinga hringinn í kringum landið. Gangan vakti gífurlega athygli og þjóðin fylgdist grannt með og elskaði þennan sérstaka og glaðlynda göngugarp. Gangan hjálpaði mikið að rjúfa fordóma í þjóðfélaginu gagnvart fólki með þroskaskerðingu.

„Gangan gaf mér mikið. Hún hefur verið mér mikils virði og gefið mér sjálfstraust líka, ég er sterkari. Ég var fyrsti maður að labba þjóðveg eitt. Það var ekki bara til að safna peningum, þú verður líka að athuga að ég var að vekja málstað á þessu fólki. Og hvaða fólk er þetta? Þetta er bara fólk eins og þú og ég, Pétur og Páll,“ segir Reynir Pétur.

Lesa má viðtal í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins við Reyni Pétur en
þar rifjar hann upp gönguna sem breytti lífi hans, um lífið á Sólheimum, ástina og dellurnar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert