Jón Ármann Steinsson hefur kært til Persónuverndar, að íslenskar kennitölur séu persónurekjanlegar. Í því felst að hann kærir að fæðingardagur og fæðingarár, sé hluti af kennitölunni.
„Við notumst við sama nafnnúmerakerfi og er notað á hinum Norðurlöndunum, þannig að kennitölurnar veita upplýsingar um fæðingardag og fæðingarár viðkomandi, sem ég tel að sé einkamál hvers og eins,“ segir Jón Ármann í Morgunblaðinu í dag.
Jón Ármann kveðst hafa fengið þau svör frá Persónuvernd, að til þess að fá úrskurð, þyrfti hann að kæra til Persónuverndar.