Fastgengisstefna eina lausnin

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Rax / Ragnar Axelsson

Evr­ópu­sam­bandið og nán­ar til­tekið evru­sam­starfið er í til­vist­ar­kreppu, seg­ir Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra. Hann seg­ir eng­an gjald­miðil í sjón­máli fyr­ir Íslend­inga ann­an en krón­una, og eng­in ráð í stöðunni nema sveigj­an­lega fast­geng­is­stefnu.

Jón Bald­vin var viðmæl­andi Sig­ur­jóns M. Eg­ils­son­ar á Sprengisandi í dag.

Jón og Sig­ur­jón ræddu m.a. Grikk­lands­málið og veik­leika Evr­ópu­sam­bands­ins, en fyrr­nefndi sagði sam­bandið ólíkt Banda­ríkj­un­um að því leiti að evru­rík­in hefðu eng­an lán­veit­anda til þraut­ar­vara. Seðlabanki Evr­ópu  hefði ekki heim­ilidir til að hlaupa und­ir bagga og það væri ekki sam­starf um rík­is­fjár­mála­stefnu.

Hann sagði evru­sam­starfið ekki mynt­banda­lag held­ur eitt­hvað allt annað, en hitt væri annað mál að Grikk­land væri ger­spillt ríki og yf­ir­skuld­sett, þar sem rík­ir greiddu ekki skatta. Aðspurður játti Jón Bald­vin því að til að sam­starfið gengi upp þyrftu að verða til banda­ríki Evr­ópu.

Hann sagði að þegar evru­sam­starf­inu var komið á lagg­irn­ar hefðu menn vitað af gall­an­um í kerf­inu, þeir hefðu  hins veg­ar von­ast til þess að mál myndu lag­ast með tím­an­um.

Spurður að því hvort þróun mála und­an­far­in miss­eri hefðu breytt af­stöðu hans til Evr­ópu­sam­bands­ins svaraði hann já; hann væri raun­sæj­ismaður í pó­lítik og þrátt fyr­ir að hann væri Evr­óp­us­inni væri ljóst að aðild væri ekki í kort­un­um næstu fimm árin. Banda­lagið væri svo upp­tekið af eig­in vand­mál­um og veik­leik­um að það hefði ekki ráðrúm til að taka á móti nýj­um aðild­ar­ríkj­um og þá hefðu Íslend­ing­ar ekki áhuga á inn­göngu.

Jón Bald­vin sagði krón­una ónýta. Hún hefði verið í súr­efniskassa á gjör­gæslu, en hon­um lit­ist vel á til­lög­ur um lausn fjár­magns­hafta. Hann benti á að Malasía hefði farið þá leið að leggja búa til hvata fyr­ir þá sem ættu eign­ir inn­an­lands, m.a. 60% út­göngu­skatt og umb­un fyr­ir end­ur­fjá­fest­ingu. Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hefði for­dæmt þessa leið en síðar beðist af­sök­unn­ar.

Hann spurði hins veg­ar að því hvað gerðist næst; aft­ur væri að koma upp sú staða að krón­an væri að verða of sterk. Hann sagði and­stætt al­manna­hags­mun­um að búa við mikl­ar sveifl­ur og sagði eng­in önn­ur ráð í stöðunni en sveigj­an­lega fast­geng­is­stefnu, þar sem ríkið, og seðlabank­inn, bæru ábyrgð á geng­inu. Hann varpaði þeirri spurni­ingu fram hvort ríkið réði við þetta hlut­verk og hvort binda bæri krón­una við evr­una, líkt og í Dan­mörku.

Jón Bald­vin sagði teikn á lofti um að Íslend­ing­ar hefðu ekki lært af hrun­inu og sigldu aft­ur á sömu mið. Spurður um dómgreind þeirra sem hefðu bundið drauma sína aðild að ESB sagði hann mörg rök, ekki bara efna­hags­leg, hníga til aðild­ar. M.a. hvað varðaði ör­ygg­is- og ut­an­rík­is­mál, og al­manna­hags­mun­ir.

Sig­ur­jón spurði Jón Bald­vin um upp­gang nýrra flokka í Evr­ópu. Jón sagði þá m.a. að pó­lí­tísk viðbrögð í Evr­ópu í kjöl­far hruns­ins hefðu verið kol­röng. Niður­skurðar­stjórn­mál Þjóðverja hefðu drepið Grikk­land og væru við það að kæfa allt í suður­hluta álf­unn­ar. Árang­ur­inn væri eng­inn, aðeins sam­drátt­ur og sví­v­irðilegt at­vinnu­leysi.

Jón Bald­vin sagði að Ísland fyr­ir hrun hefði verið þjóðfé­lag að reyna að brjót­ast út úr helm­inga­skipta­kerfi Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Mark­miðið hefði verið að skapa heil­brigt markaðskerfi þar sem al­manna­hags­mun­ir fengju að njóta sín und­ir rétt­lát­um og gegn­sæj­um stjórn­sýslu­regl­um.

Hann hafnaði því að krat­ar hefðu fengið einn eða tvo bita af borðinu og sagði inn­göngu í EFTA og EES hafa verið meðal þeirra stóru skrefa sem tek­in voru á fyrr­nefndri veg­ferð.

Jón Bald­vin rak það að hafa boðið Davíð Odds­syni for­sæt­is­ráðherra­stól­inn gegn stuðningi Sjálf­stæðis­flokks­ins við EES. „Hann sagði takk,“ sagði Jón. Hann sagði að það hefði haft djúp­stæðar af­leiðing­ar að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son og Stein­grím­ur Her­manns­son snér­ust gegn EES, en Stein­grím­ur hefði verið besti for­sæt­is­ráðherr­ann sem hann hefði unnið með. Hann hefði sinnt því grund­vall­ar­hlut­verki for­sæt­is­ráðherra að liggja uppi í sófa og hugsa.

Hvað varðar stöðu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar játti Jón Bald­vin því að það hefði greini­lega mistek­ist að gera flokk­inn að mót­vægisafli við Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hann sagði m.a. að vinstri­stjórn­in sem mynduð var eft­ir hrun hefði fengið það hlut­verk að „moka flór­inn“, en hún hefði klúðrað stór­um mál­um og það væri á ábyrgð verk­stjór­ans; Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur.

Sem dæmi nefndi hann Ices­a­ve, skulda­vanda heim­il­anna, auðlinda­mál og stjórn­ar­skrána.

Jón Bald­vin tók und­ir að of miklu hefði verið lofað. Hann sagði að fyr­ir lægi að standa vörð um al­manna­hags­muni gegn sér­hags­mun­um, tryggja eign­ina á þjóðarauðlind­um, stokka upp í spilltu fjár­mála­hag­kerf­um og reka pó­lítik sem byggði á grund­vall­ar­regl­um nor­ræna vel­ferðarríks­ins.

Hann sagði auðlinda­málið stærra en fólk gerði sér grein fyr­ir, það væri kveikj­an að vax­andi ójöfnuði og væri tug­millj­óna­mál sem væri óleyst á kostnað al­menn­ings.

Jón og Sig­ur­jón komust ekki yfir allt það efni sem til stóð að fjalla um og verður Jón því aft­ur gest­ur Sprengisands næsta sunnu­dag, þar sem mun svara því hvort Alþýðuflokk­ur­inn verði end­ur­reist­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert