„Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“

Björn Þorláksson.
Björn Þorláksson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Björn Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Ak­ur­eyri viku­blaðs, sem Vefpress­an hef­ur keypt, seg­ir ekki koma til greina að halda áfram sem rit­stjóri blaðsins eft­ir söl­una.  

Á Face­book síðu sinni seg­ist hann hafa svarað því til í þætt­in­um Harma­geddon: „Ekki séns í hel­víti, Björn Ingi Hrafns­son.“

Face­book­færsla Björns Þor­láks­son­ar:

„Þá ligg­ur það fyr­ir, kæru vin­ir. Var í viðtali á Harma­geddon áðan og var spurður hvort ég myndi dansa við Binga ef hann byði mér rit­stjóra­stöðu við það sem hann held­ur að verði áfram hægt að kalla Ak­ur­eyri viku­blað en var blaðið okk­ar, okk­ur hef­ur verið sagt upp og hann er því ekki með neina vöru leng­ur að selja. Svar mit á Harma­geddon eft­ir að hafa hugsað málið í tvær næt­ur: "Ekki séns í hel­víti, Björn Ingi Hrafns­son." Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú haf­ir trúnað við al­manna­hags­muni að leiðarljósi með þinni út­gáfu­starf­semi. Held að þín áhersla sé á hreina sér­hags­muni. Sjálf­stæðir og reynd­ir blaðamenn eru ekki skóg­arþrast­ar­ung­ar sem bíða með op­inn gogg­inn eft­ir þínum pen­ing­um, sem eng­inn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagn­rýn­in upp­lýs­ing. Netið færðu seint keypt upp!“

Vefpress­an, út­gáfu­fé­lag sem Björn Ingi Hrafns­son er í for­svari fyr­ir, hef­ur keypt út­gáfu­rétt á tólf blöðum út­gáfu­fé­lags­ins Fót­spors. Meðal þeirra eru viku­blöð sem dreift hef­ur verið ókeyp­is í Reykja­vík, á Ak­ur­eyri og í Kópa­vogi.

Ámundi Ámunda­son, út­gef­andi Fót­spors ehf., seg­ir söl­una hafa legið fyr­ir í að verða tvö ár. „Fyrstu sam­skipti mín við Björn Inga voru þegar hann bauð mér fyr­ir tveim­ur árum að ger­ast aug­lýs­inga­stjóri hjá fyr­ir­tæk­inu sínu en ég hafnaði því. Síðan eft­ir að hann keypti DV hafði hann aft­ur sam­band við mig og vildi kaupa út­gáfu­rétt­inn og var kaup­samn­ing­ur­inn und­ir­ritaður á fimmtu­dag­inn.“

Björn Þor­láks­son, rit­stjóri Ak­ur­eyr­ar Viku­blaðs, og Ingimar Karl Helga­son, rit­stjóri Reykja­vík­ur Viku­blaðs, segj­ast báðir hafa frétt af söl­unni eft­ir að hún var um garð geng­in.

Bíða samþykk­is Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins

hjónin Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson
hjón­in Kolfinna Von Arn­ar­dótt­ir og Björn Ingi Hrafns­son mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert