Mögulega hægt að nýta skógarkerfil

Skógarkerfill hefur breitt mikið úr sér við Laugar í Reykjadal …
Skógarkerfill hefur breitt mikið úr sér við Laugar í Reykjadal í Þingeyjarsveit. mbl.is/Birkir Fanndal

Rannveig Björnsdóttir, dósent í auðlindafræðum við Háskólann á Akureyri og fagstjóri eldis og ræktunar hjá Matís, segir að fyrstu niðurstöður í rannsókn á skógarkerfli, sem gerð var í fyrra, gefi vísbendingar um að hægt væri að nýta einhvern hluta plöntunnar, vegna þeirrar háu andoxunarvirkni sem hafi fundist í plöntunni, sem er alla jafna skilgreind sem illgresi.

„Það var nemandi minn við Háskólann á Akureyri, í samstarfi við Matarskemmuna á Laugum í Reykjadal og Matís, sem gerði þessa grunnrannsókn í fyrrasumar, en til verkefnisins fékkst smá styrkur,“ sagði Rannveig í samtali við Morgunblaðið.

Rannveig segir að niðurstöðurnar úr vinnu nemandans hafi leitt í ljós að skógarkerfill er með mjög háa andoxunarvirkni. Skiptar skoðanir séu um það hversu miklu af andoxunarefnum rétt sé að bæta á sig,“ segir Rannveig í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert