Náttúruspjöll unnin á Þingvöllum

Þrír er­lend­ir ferðamenn sem gistu í Vatnskoti á Þing­völl­um um helg­ina unnu mikl­ar skemmd­ir á viðkvæm­um gróðri og mosa þegar þeir rifu upp mikið magn af mosa í þeim til­gangi að ein­angra tjöld sín bet­ur.

Á Face­book-síðu þjóðgarðsins eru birt­ar mynd­ir af tjöld­um ferðamann­anna. Má á þeim sjá hvernig þeir hafa raðað viðkvæm­um gróðrin­um þétt upp við tjöld sín. Fyr­ir vikið skildu þeir eft­ir mörg djúp og ljót sár í nátt­úru lands­ins. 

Voru það land­verðir þjóðgarðsins sem urðu var­ir við mosa­beð allt í kring­um tjöld­in tvö. Gáfu þeir sig því á tal við ferðamenn­ina. „Land­verðir lásu yfir þeim og voru ferðalang­arn­ir djúpt miður sín, en þeir höfðu talið að þetta væri í lagi. Síðar hurfu þeir á brott,“ seg­ir á síðu Þing­valla.

Kem­ur þar einnig fram að land­verðir hafi því næst eytt drjúg­um tíma í að hylja sum sár og mun það hafa tek­ist að ein­hverju marki. Mosa­gróður er hins veg­ar afar viðkvæm­ur og tek­ur lang­an tíma að jafna sig.

Nátt­úru­spjöll­in hafa verið til­kynnt til lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert